Ætlaði bara aðeins að skrifa um síðast liðinn mánuð og svoleiðis. Byrjaði sem sagt í skólanum á sunnudegi og allir mætti í bollur og kaffi uppúr 3. Eftir bollurnar var svo myndaður hringur og sem átti að vera "hópefli" eða ég hélt það þar til allir byrjuðu að syngja lag um hvað það væri gaman að hitta þig í lýðháskóla og allir gengu hring og tóku í hendina á hvor öðru . Rosalega danskt þar til við áttum að standa fyrir framan píanó og syngja öll saman vel valinn lög það var miklu meira danskt. Þetta yrði aldrei gert fyrsta daginn í menntaskóla á Íslandi. Allavegna svo fengum við plan um hvernig næstu vikurnar myndu verða.
Vika 1: Grænmetisætuvika/Vegan (yesss gaman fyrir kjötsjúklinginn)
Sú vika var bara svona spjall í mínum hóp og rökrætt um grænmetisætur, ég sat meira bara og kinkaði kolla og sagði ja selfolgelig. Horfðum á mynd um velferð dýra og meðhöndlun þeirra það var í einu orði ógeðslegt fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að horfa á innskot á youtube ef maður skrifar From food to farm.. Næs. Svo næsta dag var blaðamannaþema og við heimsóttum tvær danskar grænmetisætur og þær elduðu fyrir okkur og voru aðeins of áhugasamar og töluðu svo hratt ég náði ekki alveg nógu miklu. Þær borða ss ekki kjöt, fisk, dýra afurðir ss egg, mjólk ofl. Nema í það eina skipti sem ein þeirra fékk sér mjólkursúkkulaði þegar hún var full. Get ekki sagt að ég myndi verða einhverntíman grænmetisæta því ég elska kjöt í öllum myndum, sorry, en það væri ammski hægt að taka einn svona dag af og til.
Vika 2: New Nordic Diet
Jæja þá var farið að elda. New Nordic var það þessa vikuna og er það sem mér skildist svona beint frá bónda dæmi eða þær afurðir sem þú býrð til sjálfur ekkert aukalega framleitt og allt mjög umhverfisvænt. Síðan er líka bara borðað það sem fæst hverja árstíð fyrir sig. Claus Meyer frumkvöðullinn í þessu öllu saman kom og sagði okkur allt frá þessu. Hann á besta veitingastað í heimi 2 ár í röð NOMA og er hann hérna rétt hjá þar sem ég bý. Hann er soldill Jamie Oliver Danmerkur að því leyti hvað hann hefur markaðssett sig svo vel og er með matvörur, olíur og fl í betri verslunum. Það sem ég komst að þessa vikuna, það sem ég mætti fékk ömurlega pest, hvað daninn elskar rauðrófur. Rauðrófan var notuð í alla rétti dagsins, og lá við að það væri líka í morgunmat.
Vika 3: Paleo/Steinaldarfæði
Það sem var til þegar steinaldarmaðurinn var uppi. Villidýr, ber og grænmeti eru undirstaðan. Enginn mjólk, hveiti eða mjöl, sykur eða neitt framleitt. Fórum til slátrara sem sýndi okkur hvernig tti að verka heilt dádýr myndi ekki segja að það hefði verið lystaukandi þegar við borðuðum svo kjötið að hugsa um það, en samt magnað að sjá manninn skera það í mismunandi parta. Á borðstólum voru dádýrarif, fyllt dádýralæri, dádýraháls, sniglar og svo má ekki gleyma rauðrófunum aftur í öllum formum.
Annars hafa dagarnir einkennst af skóla, chilli, veikindum, Strikið og allt sem tilheyrir því. Bara til gamans að segja frá þessum vikum og aðallega fyrir mömmu hún verður rosa ánægð. Næstu dagar eru bara heimsóknir frá uppáhaldsfólkinu mínu og skíðaferð til Svíþjóðar í næstu viku. Læt fylgja með nokkrar myndir frá dögunum. Hver veit nema ég prófi að baka eða elda eitthvað í dag :)
Ef eitthver hefur áhuga á skólanum er hægt að skoða hann betur hér: www.madakademiet.dk
CONVERSATION
Subscribe to:
Post Comments
(
Atom
)
About Me
Helga
24 ára viðskiptafræðingur sem hefur áhuga á mat og öllu sem honum tengist og bý í Svíþjóð
Popular Posts
-
Ákvað í dag að skella í nokkrar muffins þar sem ég hafði aldrei notað fjölnota formin sem ég fékk í jólagjöf. Þær voru ótrúlega góðar og hug...
-
Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá okkur vinkonunum. Hann er fáránlega einfaldur og klikkar aldrei. Hráefni: 3 kjúklingabrin...
-
Þessi réttur á engar rætur að rekja til London en ég kalla hann London kjúkling afþví þegar ég og Sindri vorum þar síðasta sumar þá fundum v...
-
Hérna er ein einföld og ótrúlega góð pasta uppskrift frá vinkonu minni. Tekur enga stund og er algjör snilld ef manni langar í eitthvað gott...
-
Ég er mikill aðdáandi svona múslí stanga eins og finnst mjög þægilegt að grípa eina með í millimál. Svo fann ég basic uppskrift af þeim og ...
-
Ætlaði bara aðeins að skrifa um síðast liðinn mánuð og svoleiðis. Byrjaði sem sagt í skólanum á sunnudegi og allir mætti í bollur og kaffi u...
-
Langaði bara að deila með smá sem við gerðum fyrstu vikuna í skólanum, ss heimagerðir andlitsmaskar og skrúbb og svoleiðis. Mjög gott fyrir ...
-
Mér finnst ekkert skemmtilegra en að gleyma mér á Pintrest og skoða uppskriftir og mat og þá sérstaklega myndirnar af mat! Hér eru nokkrar ...
-
Jæja nú þegar nýtt ár er að hefjast þá er um að gera að huga aðeins að hollustunni og prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu. Mig langaði í eitth...
0 comments:
Post a Comment