Langaði bara að deila með smá sem við gerðum fyrstu vikuna í skólanum, ss heimagerðir andlitsmaskar og skrúbb og svoleiðis. Mjög gott fyrir húðina og engin aukaefni eins og frá sumum snyrtivörum.
"Dampbad"
Það sem þú þarft:
Sjóðandi heitt vatn
Skál
Kamillute
Settu vatnið og kamillute-ið í skálina og helst að klippa tepokann og hella innihaldinu í skálina, finndu þér svo viskustykki eða handklæði, hallaðu þér yfir skálina með handklæðið yfir hausnum og vertu svoleiðis í uþb 10 mín eða þangað til þér finnst þú ekki geta verið lengur. Húðin verur frísk og endurnærð og eftir þetta er gott að setja á sig skrúbb í andlitið
"Kaffiskrúbb" ☕
Það sem þú þarft:
1 msk kaffi
1 msk Púðursykur/sykur
1 msk Sólblómaolía
1-2 msk Hreint jógúrt
Blandaðu öllu saman í skál og setjið í andlitið og nuddið vel. Passa bara að nudda ekki of lengi, ein af okkur gerði það og byrjaði smá að blæða.. En þetta er líka gott að nudda á hendurnar og þær verða silkimjúkar. Svo er hægt að sleppa kaffinu og meiri olíu og sykur segir í uppskriftunum sem við fengum og ein frá Ole Henriksen og hún kallar þetta "Sugar Glow Body Scrub" og notar þetta 2 sinnum á viku. Veit reyndar ekki hver hún er en body glow hljómar rosa vel!
"Avokado og banana maski"
Það sem þú þarft:
Avocado
1/2 Banani
Mjúkt hunang
Blandað öllu saman og skelltu þessu framan í þig í uþb 15 mín og húðin verður frísk og mjúk. Sérstaklega gott fyrir þurra húð
Svo má gera ýmsar breytingar og prufa sig áfram annað sem við vorum með á borðstólum var t.d. kókosolía, gúrkur (yfir augun), haframjöl, möndlur, sítrónur og fl. Bara prófa sig áfram
Vona að þið njótið vel
CONVERSATION
Subscribe to:
Post Comments
(
Atom
)
About Me
Helga
24 ára viðskiptafræðingur sem hefur áhuga á mat og öllu sem honum tengist og bý í Svíþjóð
Popular Posts
-
Ákvað í dag að skella í nokkrar muffins þar sem ég hafði aldrei notað fjölnota formin sem ég fékk í jólagjöf. Þær voru ótrúlega góðar og hug...
-
Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá okkur vinkonunum. Hann er fáránlega einfaldur og klikkar aldrei. Hráefni: 3 kjúklingabrin...
-
Þessi réttur á engar rætur að rekja til London en ég kalla hann London kjúkling afþví þegar ég og Sindri vorum þar síðasta sumar þá fundum v...
-
Hérna er ein einföld og ótrúlega góð pasta uppskrift frá vinkonu minni. Tekur enga stund og er algjör snilld ef manni langar í eitthvað gott...
-
Ég er mikill aðdáandi svona múslí stanga eins og finnst mjög þægilegt að grípa eina með í millimál. Svo fann ég basic uppskrift af þeim og ...
-
Ætlaði bara aðeins að skrifa um síðast liðinn mánuð og svoleiðis. Byrjaði sem sagt í skólanum á sunnudegi og allir mætti í bollur og kaffi u...
-
Langaði bara að deila með smá sem við gerðum fyrstu vikuna í skólanum, ss heimagerðir andlitsmaskar og skrúbb og svoleiðis. Mjög gott fyrir ...
-
Mér finnst ekkert skemmtilegra en að gleyma mér á Pintrest og skoða uppskriftir og mat og þá sérstaklega myndirnar af mat! Hér eru nokkrar ...
-
Jæja nú þegar nýtt ár er að hefjast þá er um að gera að huga aðeins að hollustunni og prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu. Mig langaði í eitth...
úú þetta er geðveikt, ég er sko meira að segja búin að prenta þetta út!
ReplyDelete