Heimaremedíu maskar

Langaði bara að deila með smá sem við gerðum fyrstu vikuna í skólanum, ss heimagerðir andlitsmaskar og skrúbb og svoleiðis. Mjög gott fyrir húðina og engin aukaefni eins og frá sumum snyrtivörum.

"Dampbad"

Það sem þú þarft:
Sjóðandi heitt vatn
Skál
Kamillute

Settu vatnið og kamillute-ið í skálina og helst að klippa tepokann og hella innihaldinu í skálina, finndu þér svo viskustykki eða handklæði, hallaðu þér yfir skálina með handklæðið yfir hausnum og vertu svoleiðis í uþb 10 mín eða þangað til þér finnst þú ekki geta verið lengur. Húðin verur frísk og endurnærð og eftir þetta er gott að setja á sig skrúbb í andlitið

"Kaffiskrúbb" ☕

Það sem þú þarft:
1 msk kaffi
1 msk Púðursykur/sykur
1 msk Sólblómaolía
1-2 msk Hreint jógúrt

Blandaðu öllu saman í skál og setjið í andlitið og nuddið vel. Passa bara að nudda ekki of lengi, ein af okkur gerði það og byrjaði smá að blæða.. En þetta er líka gott að nudda á hendurnar og þær verða silkimjúkar. Svo er hægt að sleppa kaffinu og meiri olíu og sykur segir í uppskriftunum sem við fengum og ein frá Ole Henriksen og hún kallar þetta "Sugar Glow Body Scrub" og notar þetta 2 sinnum á viku. Veit reyndar ekki hver hún er en body glow hljómar rosa vel!

"Avokado og banana maski"

Það sem þú þarft:
Avocado
1/2 Banani
Mjúkt hunang

Blandað öllu saman og skelltu þessu framan í þig í uþb 15 mín og húðin verður frísk og mjúk. Sérstaklega gott fyrir þurra húð


Svo má gera ýmsar breytingar og prufa sig áfram annað sem við vorum með á borðstólum var t.d. kókosolía, gúrkur (yfir augun), haframjöl, möndlur, sítrónur og fl. Bara prófa sig áfram

Vona að þið njótið vel






CONVERSATION

1 comments:

  1. úú þetta er geðveikt, ég er sko meira að segja búin að prenta þetta út!

    ReplyDelete

Back
to top