Jæja nú þegar nýtt ár er að hefjast þá er um að gera að huga aðeins að hollustunni og prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu. Mig langaði í eitthvað sætt í gær og mig hefur alltaf langað til að gera svona hráköku sem maður heufr séð svo mikið á t.d Pintrest og hún var brjálæðislega einföld!
Fyrir botninn:
1/2 bolli möndlur settar í matvinnsluvél
2 msk kakó (notaði frá Sollu)
1 msk agave
1 msk kókosolía
Blandaði þessu svo öllu saman og setti í í form með smjörpappír. Svo tók ég frosin hindber og muldi þau aðeins og stráði yfir botninn, þetta fór svo inn í ísskáp.
Fyrir kremið:
1/2 bolli kakó
1/2 bolli agave
1/4 bolli kókosolía
Þetta var svo þeytt saman og dreift yfir botninn og svo raðaði ég hindberjunum yfir, það má auðvitað nota hvaða ber sem er mér finnst hindber bara fara svo rosalega vel með svona dökku súkkulaði.
Hráfæðiskaka með hindberjum
Útkoman :)
0 comments:
Post a Comment