Þessi réttur á engar rætur að rekja til London en ég kalla hann London kjúkling afþví þegar ég og Sindri vorum þar síðasta sumar þá fundum við þessa uppskrift einn daginn. Það besta var þegar búið var að kaupa einu sinni í réttinn þá var hægt að gera hann marg oft aftur og þurfti bara að kaupa kjúkling og núðlur eða hrísgrjón. Hentaði mjög vel fyrir fátæka námsmenn en líka mjög góður og gerðum við hann oft úti og líka stundum heima.
1 msk púðursykur
2 msk hunang (síróp virkar líka)
1/2 dl soya sósa
2 hvítlauksrif (niðurskorin smátt)
2 tsk engiferrót niðurskorin
2 msk tabasco sósa (minna ef maður fýlar ekki sterkt)
Salt og pipar
Paprika
Kjúklingabringur
Hrísgrjón eða núðlur
Ef þið gerið réttin með núðlum eins og mér finnst best þá er gott að tvöfalda uppskriftina á sósunni svo það sé nóg sósa á öllum núðlunum EN ekki tvöfalda skammtin af tabasco ekki nema þú viljir enda í svitabaði :)
Blandið öllu saman í skál og hrærið vel. Geymið til hliðar og skerið bringurnar í bita og stráið salti og pipari yfir. Steikið á pönnu í sirka 2 min blandið svo paprikunni við og hellið svo sósunni yfir og látið malla í 8-10 mín. Þegar kjúklingurinn er búin að malla í smá stund er gott að byrja að sjóða núðlurnar eða fer eftir hversu lengi þær eiga að vera. Þegar núðlurnar eru til og kjúklingurinn búinn að malla í góðan tíma þá er bara blanda saman og borða! Líka mjög gott að strá sesam fræjum yfir ef það er við hendina.
CONVERSATION
Subscribe to:
Post Comments
(
Atom
)
About Me
Helga
24 ára viðskiptafræðingur sem hefur áhuga á mat og öllu sem honum tengist og bý í Svíþjóð
Popular Posts
-
Ákvað í dag að skella í nokkrar muffins þar sem ég hafði aldrei notað fjölnota formin sem ég fékk í jólagjöf. Þær voru ótrúlega góðar og hug...
-
Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá okkur vinkonunum. Hann er fáránlega einfaldur og klikkar aldrei. Hráefni: 3 kjúklingabrin...
-
Þessi réttur á engar rætur að rekja til London en ég kalla hann London kjúkling afþví þegar ég og Sindri vorum þar síðasta sumar þá fundum v...
-
Hérna er ein einföld og ótrúlega góð pasta uppskrift frá vinkonu minni. Tekur enga stund og er algjör snilld ef manni langar í eitthvað gott...
-
Ég er mikill aðdáandi svona múslí stanga eins og finnst mjög þægilegt að grípa eina með í millimál. Svo fann ég basic uppskrift af þeim og ...
-
Ætlaði bara aðeins að skrifa um síðast liðinn mánuð og svoleiðis. Byrjaði sem sagt í skólanum á sunnudegi og allir mætti í bollur og kaffi u...
-
Langaði bara að deila með smá sem við gerðum fyrstu vikuna í skólanum, ss heimagerðir andlitsmaskar og skrúbb og svoleiðis. Mjög gott fyrir ...
-
Mér finnst ekkert skemmtilegra en að gleyma mér á Pintrest og skoða uppskriftir og mat og þá sérstaklega myndirnar af mat! Hér eru nokkrar ...
-
Jæja nú þegar nýtt ár er að hefjast þá er um að gera að huga aðeins að hollustunni og prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu. Mig langaði í eitth...
Gerir svona handa mér þegar þú kemur :D
ReplyDeleteheey ég fékk eitt stk svona rétt! hann var góður :)
ReplyDelete