London kjúklingur 🇬🇧

Þessi réttur á engar rætur að rekja til London en ég kalla hann London kjúkling afþví þegar ég og Sindri vorum þar síðasta sumar þá fundum við þessa uppskrift einn daginn. Það besta var þegar búið var að kaupa einu sinni í réttinn þá var hægt að gera hann marg oft aftur og þurfti bara að kaupa kjúkling og núðlur eða hrísgrjón. Hentaði mjög vel fyrir fátæka námsmenn en líka mjög góður og gerðum við hann oft úti og líka stundum heima.

1 msk púðursykur
2 msk hunang (síróp virkar líka)
1/2 dl soya sósa
2 hvítlauksrif (niðurskorin smátt)
2 tsk engiferrót niðurskorin
2 msk tabasco sósa (minna ef maður fýlar ekki sterkt)
Salt og pipar
Paprika
Kjúklingabringur
Hrísgrjón eða núðlur

Ef þið gerið réttin með núðlum eins og mér finnst best þá er gott að tvöfalda uppskriftina á sósunni svo það sé nóg sósa á öllum núðlunum EN ekki tvöfalda skammtin af tabasco ekki nema þú viljir enda í svitabaði :)


Blandið öllu saman í skál og hrærið vel. Geymið til hliðar og skerið bringurnar í bita og stráið salti og pipari yfir. Steikið á pönnu í sirka 2 min blandið svo paprikunni við og hellið svo sósunni yfir og látið malla í 8-10 mín. Þegar kjúklingurinn er búin að malla í smá stund er gott að byrja að sjóða núðlurnar eða fer eftir hversu lengi þær eiga að vera. Þegar núðlurnar eru til og kjúklingurinn búinn að malla í góðan tíma þá er bara blanda saman og borða! Líka mjög gott að strá sesam fræjum yfir ef það er við hendina.



CONVERSATION

2 comments:

  1. Gerir svona handa mér þegar þú kemur :D

    ReplyDelete
  2. heey ég fékk eitt stk svona rétt! hann var góður :)

    ReplyDelete

Back
to top