Hérna er ein einföld og ótrúlega góð pasta uppskrift frá vinkonu minni. Tekur enga stund og er algjör snilld ef manni langar í eitthvað gott en hefur ekki mikinn tíma eða nennir ekki að dúlla sér lengi.
Innihald:
Kirsuberjatómatar
Steinselja
Chilli
2-3 hvítlauksgeirar
1 sítróna
Parmesan ostur
Pasta
Byrjaði á því að steikja hvítlaukinn og chilli á pönnu, bætti svo við tómötunum og leyfði þessu að malla aðeins saman með. Svo setti ég safa úr einni sítrónu útí. Á meðan á þessu stendur er gott að láta pastað eldast, þegar það er eldað bætti ég því við tómat blönduna og setti svo handfylli af steinselju útá og blandaði og svo loks fer heill rifin parmesan ostur út á og blandað og borðað svo með bestu lyst.
0 comments:
Post a Comment