Banana muffins
Ákvað í dag að skella í nokkrar muffins þar sem ég hafði aldrei notað fjölnota formin sem ég fékk í jólagjöf. Þær voru ótrúlega góðar og hugsa ég að ég muni geyma þessa uppskrift vel og gera oftar en einu sinni. Fann þessa uppskrift á netinu og er svona rosa basic muffins uppskrift og er hægt að skipta bönunum eða súkkulaðinu út fyrir eitthvað annað :)
3 bananar
3 1/2 dl hveiti
1 1/2 dl sykur
1/2 tsk matarsódi
1 1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1 tsk kanill (má sleppa)
1 egg
1 dl brætt smjör
1/2 dl mjólk
1 plata suðusúkkulaði
Blandið öllum þurrefnunum saman. Stappið bananann í sér skál og blandið svo við þurrefnin ásamt egginu, smjörinu og mjólkinni. Ekki gleyma svo súkkulaðinu skerið það í bita og blandið rólega saman við deigið. Þetta bakast í uþb 15-20 mín í 180 gráðum. Ég bræddi svo smá suðusúkkulaði og helti ofaná og voru þær ógeðslega góðar, sérstaklega nýkomnar úr ofninum :)
3 bananar
3 1/2 dl hveiti
1 1/2 dl sykur
1/2 tsk matarsódi
1 1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1 tsk kanill (má sleppa)
1 egg
1 dl brætt smjör
1/2 dl mjólk
1 plata suðusúkkulaði
Blandið öllum þurrefnunum saman. Stappið bananann í sér skál og blandið svo við þurrefnin ásamt egginu, smjörinu og mjólkinni. Ekki gleyma svo súkkulaðinu skerið það í bita og blandið rólega saman við deigið. Þetta bakast í uþb 15-20 mín í 180 gráðum. Ég bræddi svo smá suðusúkkulaði og helti ofaná og voru þær ógeðslega góðar, sérstaklega nýkomnar úr ofninum :)
1 comments:
Post a Comment