Ritz kex kjúklingur
Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá okkur vinkonunum. Hann er fáránlega einfaldur og klikkar aldrei.
Hráefni:
3 kjúklingabringur
1 krukka fetaostur
1 krukka mango chutney
1 stór sæt kartafla
1 poki spínat
1 bolli mulið ritz kex eða meir eftir smekk
Skerið sætu kartölfluna í litla teninga og setjið í eldfast mót setjið salt og pipar og smá olívu olíu yfir. Skellið svo inn í ofn í um 20 mín. Á meðan er kjúklingurinn skorinn niður og steiktur á pönnu. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar, getið tekið gaffal og stungið og séð hvort þær séu ekki orðnar mjúkar, er mótið tekið út og þá hefst samsetningin. Spínatið er sett yfir kartöflurnar því næst fer fetaosturinn yfir svo fer kjúklingurinn út á svo er ritz kexinu og mango chutney stráð yfir. Þetta fer síðan allt saman inní ofn í uþb 10 mín eða þangað til að kjúklingurinn er fulleldaður.
0 comments:
Post a Comment